top of page

Bætt samskipti - Betri líðan

Á námskeiðinu er fjallað um samskipti, tengslamyndun og áhrif þeirra á sambönd okkar við fjölskyldu og samstarfsfólk. Markmiðið er að efla samskiptafærni og sjálfsstyrkingu og finna leiðir til bæta líðan í starfi og einkalífi.

Góð samskipti eru einn lykilþátturinn að vellíðan. Til að efla samskiptafærni er nauðsynlegt að læra að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk. Þannig verndum við okkur gegn óæskilegri hegðun annarra í kringum okkar en einnig komið í veg fyrir að við særum aðra.

Einstaklingar sem vita ekki hvar mörk þeirra liggja óttast álit annarra eða höfnun, eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvernig þeim sjálfum líður og telja sig oft vita betur hvernig öðrum líður. Þetta getur haft mikil áhrif á samskipti og samskiptafærni.

 

Algengar birtingamyndir samskiptavanda:

Kvíði fyrir ákveðnum aðstæðum

• Vera með of sterk eða engin viðbrögð

• Eiga erfitt með að taka ákvarðanir

• Undanlátssemi

• Markaleysi

• Tengslarof

Heilbrigð samskipti hafa jákvæð áhrif á líðan okkar, minnka streitu og álag, áhættu á kulnun og auka ánægju og vellíðan á vinnustaðnum og í einkalífi.

​​

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar (Family Systems Theory) og lausnamiðaðri nálgun (Solution Focused Brief Therapy). Þar er lögð áhersla á að virkja og styrkja jákvæðar hugsanir og hegðun þar sem athyglinni er beint að gleymdum styrkleikum og finna leiðir til að endurreisa þá.

 

Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að færa hugarfar sitt frá festu fortíðar og vandamála yfir í lausnir og úrræði með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi.

Markmiðið er að fólk finni leiðir til að leysa vanda með markvissum og raunhæfum hætti og auki þannig færni í samskiptum.

Fyrir hverja er námskeiðið:

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja byggja upp og styrkja heilbrigð samskipti, efla sjálfsmat og samskiptafærni. Það er samsett af fræðslu, fyrirlestrum, verkefnum og virkum umræðum.

Tími: 4x þriðjudagar kl. 9.30-12.00

Hámarksfjöldi: 10 manns

Verð 45.000 kr.

​​

Leiðbeinandi: Hafdís Þorsteinsdóttir fjölskyldufræðingur. 

bottom of page